Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir fagnaði afmæli Oliviu Rodrigo í gær.
Olivia Rodrigo deildi færslu á Instagram í gær og þar má sjá Laufeyju með Oliviu í góðra manna hópi að fagna 22 ára afmæli Oliviu.
„Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar! Mér líður eins og ég sé heppnasta stelpan á lífi,“ skrifaði Olivia.
Hún þakkaði fyrir alla ástina, vináttuna, tónlistina, töfrana og árið.