Vortískan sýnd í daufri skímu kertaljósa

París er borg ástarinnar og hátískunnar.
París er borg ástarinnar og hátískunnar. AFP/Ian Langsdon

Sögulegir atburðir létu ekki standa á sér, þagar um tvö þúsund blaðamenn hópuðust saman í París vorið 1965 til að fá nýjustu fregnirnar af tískunni.

„Í þetta sinn var það almenn verkföll sem hafa lamað hið daglega líf meira og minna undanfarið. Í upphafi tízkusýninganna var borgin rafmagnslaus í 24 klukkustundir, öll umferð lá niðri og vortízkan var sýnd í daufri skímu kertaljósa. Óneitanlega býsna rómantískt en hætt er við að ýmislegt hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum áhorfendum,“ sagði tískufrömuðurinn Gunnar Larsen í grein sinni í Morgunblaðinu.

Lakkbuxur frá VdeV breiddust út eins og eldur í sinu …
Lakkbuxur frá VdeV breiddust út eins og eldur í sinu um Parísarborg.

Ekki svo að skilja að það væri alslæmt.  „… kom það sér vel fyrir suma tízkukóngana, sem slógu hvert vindhöggið á fætur öðru þegar þeir sýndu framleiðslu sína.“

Ái, Gunnar gaf greinilega engan afslátt.

Lakkefni hátískan

En hvað voru menn að vinna með? Regnkápur og jakkar úr lakkefni áttu að verða hátíska sumarsins. Á hverri sýningu komu fram fleiri og færri flíkur úr lakkefni og hafði tískuhúsið VdeV forystuna í þeirri ágætu tísku og komu fram hjá því ýmsar skemmtilegar hugmyndir, svo sem buxur úr lakkefni o.s.frv.

Hið nýja hálsskraut karlmannanna, rúllugardínusnúran frá Lanvin.
Hið nýja hálsskraut karlmannanna, rúllugardínusnúran frá Lanvin.

Hér dettum við síðan í mjög góð tíðindi. Karlmennirnir gleymdust nefnilega ekki á þessum sýningum, eins og svo oft vildi verða. Jeanne Lanvin kom til dæmis fram með nýstárlega herraslaufu, sem búin var til úr rúllugardínusnúru. Nei, þetta er ekki prentvilla! Seldi Lanvin þessar snúrur á 900 krónur, en enginn gat samt fett fingur út í það þó menn gengju inn í næstu gardínubúð og keyptu snúru í rúllugardínurnar sínar.

Já, elskurnar mínar. Hægt er að snúa á tískuna, eins og annað í þessu lífi. Þið lásuð það fyrst hér!

Nánar er fjallað um vortískuna 1965 í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav