Barnsmóðir Dave Grohl gefur sig fram

Dave Grohl.
Dave Grohl. Ljósmynd/AFP

Barnsmóðir bandaríska rokkarans Dave Grohl hefur nú gefið sig fram opinberlega.  

Konan, sem heitir Jennifer Young og er 38 ára gömul, ræddi stuttlega við blaðamann New York Post nú á dögunum og viðurkenndi að hún hefði átt í stuttu ástarsambandi við forsprakka rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters á síðasta ári og orðið ólétt.

Young fæddi dóttur þann 1. ágúst síðastliðinn.

Hún tjáði sig ekkert um þátttöku Grohl í lífi barnsins.

Greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram

Grohl, sem er 56 ára, greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram í september, fimm vikum eftir að hún kom í heiminn.

„Ég hef ný­lega eign­ast dótt­ur utan hjóna­bands míns. Ég ætla að vera gott for­eldri fyr­ir hana og sýna henni um­hyggju. Ég elska kon­una mína og börn­in mín og reyni nú að gera allt sem ég get til að vinna til baka traust þeirra og fyr­ir­gefn­ingu,” skrifaði Grohl í færslunni.

Grohl á þrjár dætur á aldursbilinu 10 til 18 ára með eiginkonu sinni til 22 ára, Jordyn Blum.

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason
Loka