Bandaríska söngkonan Roberta Flack, sem gerði garðinn frægan með laginu Killing Me Softly with His Song, er látin 88 ára að aldri.
Kynningarfulltrúi Flack greindi frá andláti hennar. Hann gaf ekki upp dánarorsök, en söngkonan hafði glímt við Lou Gehrigs-sjúkdóminn eða ALS síðustu ár og var alveg hætt að koma fram og syngja.
Flack átti afar farsælan tónlistarferil og er talin í hópi bestu R&B-söngkvenna í heimi.
Hún var fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að hljóta Grammy-verðlaun fyrir lag ársins tvö ár í röð. Flack sigraði árið 1973 fyrir The First Time I Saw Your Face og ári síðar fyrir lagið Killing Me Softly with His Song.
Flack varð 88 ára gömul þann 10. febrúar síðastliðinn og birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir kveðjurnar.
Söngkonan var ógift og barnlaus.