Franky Venegas, annar af tveimur liðsmönnum rappsveitarinnar Island Boys, var handtekinn í Flórída á sunnudag fyrir vopnalagabrot og vörslu á eiturlyfjum.
Hann situr nú í gæsluvarðhaldi.
Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá og birti fangamynd af samfélagsmiðlastjörnunni.
Venegas, sem er 23 ára gamall, vakti heimsathygli þegar hann, ásamt tvíburabróður sínum, Alex Venegas, byrjaði að deila myndskeiðum á samfélagsmiðlasíðunni TikTok undir heitinu Island Boys. Bræðurnir gerðu allt vitlaust með lagi sínu, I’m an Island Boy, sem kom út árið 2021.
Milljónir manna fylgjast með lífi bræðranna á samfélagsmiðlum.
Venegas á sér langa afbrotasögu og hefur meðal annars verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi, akstur án gildra ökuréttinda og glannaakstur.