Fann ástina í örmum flugfreyju

Eric McCormack og Sue Condor eru glæsilegt par.
Eric McCormack og Sue Condor eru glæsilegt par. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Eric McCormack, sem fór á kost­um í hlut­verki sínu sem lög­fræðing­ur­inn Will Trum­an í gam­anþáttaröðinni Will & Grace, hefur fundið ástina á ný, rúmu ári eftir skilnað.

McCormack, 61 árs, skildi við eiginkonu sína til 26 ára, listakonuna Janet Holden, síðla árs 2023.

Nýja kærastan er flugfreyja

Nýja konan í lífi leikarans heitir Sue Condor og er fimmtug. Hún starfar, samkvæmt Instagram-síðu hennar, sem flugfreyja og er einnig mikil áhugakona um jóga og andleg málefni.

McCormack og Condor voru mynduð í bak og fyrir á mánudag þegar þau sáust ganga hönd í hönd um götur New York-borgar. Parið kíkti í þó nokkrar verslanir og sást meðal annars máta sólgleraugu og skó.

Halda í vináttuna

Fyrrverandi eiginkona leikarans sótti um skilnað síðla nóvembermánaðar 2023, degi fyrir þakkargjörðardaginn. Hún sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining milli hjónanna.

McCormack og Holden hefur þó tekist að halda sambandinu góðu þrátt fyrir skilnaðinn og mættu meðal annars saman í Óskarsverðlaunaveislu Elton John, þremur mánuðum eftir skilnaðartíðindin.

Fyrrverandi hjónin, sem kynntust við gerð þáttaseríunnar Lonesome Dove árið 1994, eiga einn uppkominn son, Finnigan.

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því er þetta afleitur dagur til alvarlegra samræðna við maka þinn og nána vini. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því er þetta afleitur dagur til alvarlegra samræðna við maka þinn og nána vini. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant