Mun Ísland fá að keppa í Eurovision?

Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir …
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir unnu Söngvakeppnina með laginu RÓA. Ljósmynd/Aðsend

Ísra­elski laga­höf­und­ur­inn Ofir Cohen hót­ar að krefjast þess að lagið Róa eft­ir Inga Bau­er og Væb-bræður, verði fjar­lægt úr keppn­inni.

Cohen sak­ar höf­unda um að hafa stolið hluta af viðlag­inu úr ísra­elska slag­ar­an­um Ha­tunat Hash­ana (sem einnig er vísað til sem Wedd­ing of the Year), sem sam­inn var fyr­ir söngv­ar­ana Itay Levy og Eyal Gol­an.

Krefst bóta

Fram kem­ur í um­fjöll­un ísra­elska dag­blaðsins Isra­el Hayom að Cohen muni senda form­legt viðvör­un­ar­bréf til Væb-bræðra og RÚV á næstu dög­um.

Þar krefst hann ann­ars veg­ar bóta og/​eða þess að fá sitt nafn skráð á þann hluta lags­ins sem hann tel­ur sig eiga, eða hins veg­ar að Róa verði felld úr keppn­inni.

Viður­kenn­ir ekki lík­indi

Væb-bræður segja í sam­tali við Vísi að þeir hafi ekki haft neinn grun um til­vist ísra­elska lags­ins.

Cohen bend­ir þó á að auðvelt sé að nálg­ast tónlist hvaðan sem er úr heim­in­um í gegn­um streym­isveit­ur á borð við Spotify.

Get­ur leitt til brott­vís­un­ar Íslands

Cohen seg­ir að ef ekki ná­ist viðeig­andi sam­komu­lag verði leitað til Sam­bands evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) og þess kraf­ist að lagið verði tekið úr keppn­inni.

Áður hef­ur komið upp svipað mál í Eurovisi­on-sög­unni þegar Jack White, höf­und­ur lags­ins Seven Nati­on Army, sakaði höf­und­ana að Toy (sem vann keppn­ina árið 2018 fyr­ir Ísra­el) um lagastuld.

Það mál leyst­ist þó með sam­komu­lagi þar sem White var skráður sem meðhöf­und­ur og fékk hlut­deild í tekj­um af lag­inu.

Óvissa um næstu skref

Ekki hef­ur komið fram hvort RÚV eða höf­und­ar lags­ins Róa hafi haf­ist handa við að semja við Cohen eða hyggi á aðra lausn.

Lagið vann Söngv­akeppn­ina sein­ustu helgi og stend­ur til að Væb-bræður flytji það í stóru Eurovisi­on-söngv­akeppn­inni í maí, sem að þessu sinni fer fram í Sviss.

Hægt er að sjá bæði lög­in hér fyr­ir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er um að gera að leyfa barninu í sér að njóta sín. Þú brunar eftir hraðbraut lífsins, staðráðinn í að lenda á ókunnum en spennandi stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er um að gera að leyfa barninu í sér að njóta sín. Þú brunar eftir hraðbraut lífsins, staðráðinn í að lenda á ókunnum en spennandi stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir