„Þetta skal ég hálsbrjóta þig fyrir

Alec Baldwin er þekktur skaphundur.
Alec Baldwin er þekktur skaphundur. AFP/Angela Weiss

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hótaði samfélagsmiðlastjörnunni og grínistanum Jason Scoop öllu illu þegar hann gekk upp að Hollywood-stjörnunni, klæddur upp eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti, og byrjaði að áreita Baldwin, meðal annars vegna Rust-harmleiksins.

Eins og margir vita var Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. Leikarinn varð kvikmyndatökumanninum Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni.

Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum var vísað frá dómi í júlí á síðasta ári.  

Áreitti leikarann fyrir utan heimili hans

Leiðindaatvikið átti sér stað fyrir utan heimili Baldwin í New York-borg á mánudag þegar leikarinn var að tæma skottið á bílnum sínum.

Scoop skundaði rakleitt að leikaranum og sagði með rödd Trump:

„Sjáðu til Alec, ég mun náða þig af því að ég vil að við séum vinir. Ég mun náða þig fyrir að hafa myrt þessa konu ef þú kyssir hringinn minn.”

Leikarinn snöggreiddist

Baldwin snöggreiddist og hótaði að hálsbrjóta Scoop og troða myndavélinni hans upp í rassgatið á honum, en hótanir leikarans espuðu samfélagsmiðlastjörnuna þó bara upp.

„Þessi maður hefur gert mikið grín að mér í gegnum árin. Alls ekki góð eftirherma,” sagði Scoop með háðslegum tóni á meðan hann fagnaði því að Trump væri búinn að endurheimta öll völd.

Gerði grín að andlátinu

Einnig gerði hann mikið grín að andláti Hutchins og sagði hana vera þakkláta fyrir hugrekki sitt.

„Hutchins horfir niður á mig núna, brosandi og glöð: „Takk fyrir að ávíta manninn sem drap mig.“

Scoop deildi upptöku sinni af atvikinu á samfélagsmiðlasíðum sínum og voru margir fylgjendur hans, sem telja hátt í 231.000 á Instagram, sem rituðu athugasemdir og hrósuðu grínistanum fyrir góða afþreyingu.

View this post on Instagram

A post shared by Jason Scoop (@jasonscoop)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því er þetta afleitur dagur til alvarlegra samræðna við maka þinn og nána vini. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því er þetta afleitur dagur til alvarlegra samræðna við maka þinn og nána vini. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant