„Hjálpum Birki að finna elskhugann ...“ segir í nýju TikTok-myndbandi frá Eyþóri Aroni Wöhler, knattspyrnumanni og meðlim HúbbaBúbba, um Birki, sem er á lausu og í makaleit.
Birkir þessi virðist vera draumatengdasonur Íslands, myndarlegur og hávaxinn (185 sentímetrar), með bros sem bræðir hjartað. En hann virðist, eins og margir aðrir kynbræður hans, ekki hafa fundið hina einu réttu og því vill vinur hans Eyþór láta reyna á mátt samfélagsmiðla.
Myndbandið er ákall til einstæðra mæðra, frænkna, vinkvenna og „einmana“ samstarfsfélaga, sem leita að elskhuga eins og Birki. Ekki er tiltekið í myndbandinu hvort þessir samstarfsfélagar eigi að vera karlmenn, konur eða kvár, jú, eða öll kyn.
Í myndbandinu kemur einnig fram að Birkir muni „gilla á þér bakið“ og „horfa á alla leiðinlegu þættina“ með þér.
Hver og hver og vill og verður?
@eythorwohler Finnum framtíðarmaka fyrir Birki og sendu þetta á framtíðarmaka hans Birkis #FyrirBirki ♬ original sound - eythorwohler