Hárgreiðslumaður stjarnanna látinn 34 ára

Jesus Guerrero var aðeins 34 ára þegar hann lést og …
Jesus Guerrero var aðeins 34 ára þegar hann lést og var afar vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna, ekki einungis vegna hæfileika hans í að stílisera hár þeirra heldur þótti hann afar ljúfur og skemmtilegur. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez segir hárstílistann Jesus Guerrero, sem lést nýlega aðeins 34 ára, hafa ferðast með sér til Sameinuðu arabísku furstadæmanna stuttu fyrir andlátið. Þetta kemur fram á E News.

Viðskiptavinir Guerrero voru stjörnur á borð við Kylie Jenner, Kate Perry, Dua Lipa, Rosalía, Jessica Alba, Demi Moore og Jennifer Lopez. Systir hans, Gris, tilkynnti um andlátið á GoFundMe 22. febrúar.

Andlátið er sagt hafa borið skyndilega að.

Lopez deildi myndum á Instagram-síðu sinni þar sem hún merkti m.a. Guerrero á myndirnar þar sem hún var stödd á tónleikaferðalagi í Abú Dabí. Hún virðist nú hafa breytt þeirri færslu. Hins vegar setti hún inn mynd af Guerrero í gær með fallegum minningartexta um hann.

Fyrr í mánuðinum hafði Guerrero sett inn færslu á Instagram með myndum af söngkonunni og lagahöfundinum Kali Uchis, sem hann hafði stíliserað fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Það var síðasta færsla hans á samfélagsmiðlum.

Kardashian-systirin Kylie Jenner setti einnig inn fallega minningu um Guerrero á Instagram-síðu sína. Þar segist hún ekki einungis hafa misst góðan vin heldur einnig ljósið í lífi sínu.

Fleiri stjörnur hafa vottað Guerrero virðingu sína með fallegum færslum á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir