Instagram-færsla belgíska fatahönnuðarins Diane von Furstenberg vakti miklar áhyggjur meðal fylgjenda hennar. Furstenberg, sem er 78 ára gömul, er öll blá og marin í andliti á myndum sem hún birti á samfélagsmiðlasíðunni í gærdag.
Furstenberg hrasaði og datt illa á gangstétt fyrir utan heimili dóttur sinnar, stuttu eftir að hún lenti í Los Angeles.
Fatahönnuðurinn sagðist vera að jafna sig og þakklát fyrir að ekki fór verr.
Fjölmargar stjörnur óskuðu henni góðs bata í athugasemdarkerfinu, þar á meðal leikkonan Tracee Ellis Ross, söngkonan Jewel og sjónvarpskonan Jeannie Mai.