„Af hverju lít ég út eins og strumpur?“

Færsla Sunnevu Eirar vakti mikla lukku meðal fylgjenda hennar.
Færsla Sunnevu Eirar vakti mikla lukku meðal fylgjenda hennar. Samsett mynd

Samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir gerði góðlátlegt grín að ljósmyndahæfileikum kærasta síns, Benedikts Bjarnasonar, og hæðarmuni þeirra í nýjustu færslu sinni á Instagram.

Parið, sem er tiltölulega nýkomið heim úr rómantískri skemmtiferð til New York-borgar, var mjög iðið við að taka myndir hvort af öðru á hinum ýmsu stöðum borgarinnar, enda fallegir staðir á hverju horni sem vert er að festa á filmu.

Sunneva deildi þó nokkrum myndum af sér, sem Benedikt tók af henni, á samfélagsmiðlasíðunni á miðvikudag og velti fyrir sér stórri spurningu: „Af hverju lít ég út eins og strumpur?“

Benedikt, sem er hávaxinn maður eins og faðir hans, Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og mun hærri en kærasta sín, beindi eflaust myndavélinni niður í hvert sinn sem hann smellti af henni mynd, sem gerir það að verkum að hlutföllin skekktust og lítur Sunneva því út eins og barn í fylgd fullorðins einstaklings á meðfylgjandi myndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir