Michelle Pfeiffer nær óþekkjanleg

Leikkonan Michelle Pfeiffer.
Leikkonan Michelle Pfeiffer. mbl.is/AFP

Bandaríska leikkonan Michelle Pfeiffer, sem er best þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Scarface, Dangerous Liaisons, Frankie and Johnny og The Witches of Eastwick, var nær óþekkjanleg á tökusetti þáttaraðarinnar Margo’s Got Money Troubles.

Leikkonan fer með hlutverk móður Margo, en sú er gengilbeina á veitingastaðnum Hooters og fyrrverandi atvinnukona í glímu.

Algjör töffari

Pfeiffer, sem er 66 ára gömul, skartaði skemmtilegu útliti á tökusetti þáttanna sem minnti marga á kattarkonubúninginn sem hún klæddist í kvikmyndinni Batman Returns frá árinu 1992 í bland við karakter hennar, Stephanie Zinone, úr söngvamyndinni Grease 2.

Leikkonan, þekkt fyrir unglegt útlit sitt, fallega og glóandi húð og smekklegan fatastíl, var leðurklædd frá toppi til táar og mikið förðuð á myndum sem náðust af henni á tökusetti nú á dögunum.

Með önnur hlutverk í þáttaröðinni fara þau Elle Fanning, Nicole Kidman og Nick Offerman. Handritið skrifaði eiginmaður Pfeiffer, handritshöfundurinn David E. Kelley.

Margo's Got Money Troubles kemur út síðar á þessu ári.

Daily Mail

View this post on Instagram

A post shared by Just Jared (@justjared)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant