Önnur „húsmóðir“ dæmd í fangelsi

Karen Huger.
Karen Huger. Skjáskot/Instagram

Raun­veru­leika­stjarn­an Kar­en Huger, sem er þekkt­ust fyr­ir þátt­töku sína í sjón­varpsþáttaröðinni The Real Hou­sewi­ves of Potomac, var í fyrra­dag dæmd í tveggja ára skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að aka ít­rekað und­ir áhrif­um áfeng­is af dóm­stóli í Mont­gomery-sýslu í Mary­land í Banda­ríkj­un­um. Hún var einnig svipt öku­rétt­ind­um til fimm ára.

Huger, 61 árs, var síðast hand­tek­in fyr­ir ölv­unar­akst­ur í mars á síðasta ári þegar hún ók á um­ferðar­skilti.

Þvoglu­mælt og óstöðug á fót­um

Upp­taka úr lík­ams­mynda­vél lög­reglu­manna, sem náðist á vett­vangi, sýndi Huger í ansi ann­ar­legu ástandi, en hún var bæði þvoglu­mælt og óstöðug á fót­um. Raun­veru­leika­stjarn­an viður­kenndi að hafa drukkið nokkra bjóra áður en hún sett­ist und­ir stýri.

Huger var meðal ann­ars ákærð fyr­ir gá­leys­is­leg­an akst­ur, skemmd­ar­verk og fyr­ir að hafa stofnað lífi veg­far­enda í hættu.

Hættu­leg­ar hús­mæður

Þó nokkr­ar hús­mæður úr þess­ari sí­vin­sælu raun­veru­leikaþáttaröð hafa gerst sek­ar um refsi­verð brot og fengið mis­langa dóma.

Þekkt­ust þeirra er Teresa Guidice úr The Real Hou­sewi­ves of New Jers­ey. Hún var dæmd í 15 mánaða fang­elsi árið 2013 fyr­ir stór­fellt banka­svik og sat inni í 11 mánuði.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar, at­hafnamaður­inn Joe Guidice, hlaut þriggja og hálfs árs fang­els­is­dóm í sama máli.

Teresa Giudice.
Teresa Giudice. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kim Rich­ards, ein af vin­sæl­ustu hús­mæðrum Bever­ly Hills-út­gáf­unn­ar, var hand­tek­in á Bever­ly Hills-hót­el­inu í apríl 2015 og ákærð fyr­ir ölv­un á al­manna­færi og fyr­ir að hafa veist að lög­reglu­mönn­um og hótað þeim.

Aðeins fjór­um mánuðum seinna var hún grip­in við búðar­hnupl í Tar­get-versl­un í San Fern­ando-daln­um. Hún slapp við fang­elsi en var dæmd til að sinna sam­fé­lagsþjón­ustu.

Kim Richards.
Kim Rich­ards. Skjá­skot/​In­sta­gram

Greifa­frú­in Luann de Lesseps, ein af stjörn­um The Real Hou­sewi­ves of New York, var hand­tek­in í des­em­ber 2017 og ákærð fyr­ir minni­hátt­ar lík­ams­árás og ölv­un á al­manna­færi.

Hún eyddi einni nóttu í fang­elsi.

Luann de Lesseps.
Luann de Lesseps. Skjá­skot/​In­sta­gram

Jen Shah, ein af hús­mæðrun­um úr The Real Hou­sewi­ves of Salt Lake City, var hneppt í varðhald í mars 2021 fyr­ir meinta þátt­töku sína í víðtæku síma­s­vindli.

Shah var dæmd í sex og hálfs árs fang­elsi og sit­ur í dag á bak við lás og slá.

Hún mun að öll­um lík­ind­um losna úr fang­elsi í byrj­un nóv­em­ber 2026.

Jen Shah.
Jen Shah. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Líklega er undirrótin sú að þú berð óraunhæfar væntingar í brjósti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Líklega er undirrótin sú að þú berð óraunhæfar væntingar í brjósti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir