Önnur „húsmóðir“ dæmd í fangelsi

Karen Huger.
Karen Huger. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Karen Huger, sem er þekktust fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþáttaröðinni The Real Housewives of Potomac, var í fyrradag dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka ítrekað undir áhrifum áfengis af dómstóli í Montgomery-sýslu í Maryland í Bandaríkjunum. Hún var einnig svipt ökuréttindum til fimm ára.

Huger, 61 árs, var síðast handtekin fyrir ölvunarakstur í mars á síðasta ári þegar hún ók á umferðarskilti.

Þvoglumælt og óstöðug á fótum

Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumanna, sem náðist á vettvangi, sýndi Huger í ansi annarlegu ástandi, en hún var bæði þvoglumælt og óstöðug á fótum. Raunveruleikastjarnan viðurkenndi að hafa drukkið nokkra bjóra áður en hún settist undir stýri.

Huger var meðal annars ákærð fyrir gáleysislegan akstur, skemmdarverk og fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu.

Hættulegar húsmæður

Þó nokkrar húsmæður úr þessari sívinsælu raunveruleikaþáttaröð hafa gerst sekar um refsiverð brot og fengið mislanga dóma.

Þekktust þeirra er Teresa Guidice úr The Real Housewives of New Jersey. Hún var dæmd í 15 mánaða fangelsi árið 2013 fyrir stórfellt bankasvik og sat inni í 11 mánuði.

Fyrrverandi eiginmaður hennar, athafnamaðurinn Joe Guidice, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í sama máli.

Teresa Giudice.
Teresa Giudice. Skjáskot/Instagram

Kim Richards, ein af vinsælustu húsmæðrum Beverly Hills-útgáfunnar, var handtekin á Beverly Hills-hótelinu í apríl 2015 og ákærð fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hafa veist að lögreglumönnum og hótað þeim.

Aðeins fjórum mánuðum seinna var hún gripin við búðarhnupl í Target-verslun í San Fernando-dalnum. Hún slapp við fangelsi en var dæmd til að sinna samfélagsþjónustu.

Kim Richards.
Kim Richards. Skjáskot/Instagram

Greifafrúin Luann de Lesseps, ein af stjörnum The Real Housewives of New York, var handtekin í desember 2017 og ákærð fyrir minniháttar líkamsárás og ölvun á almannafæri.

Hún eyddi einni nóttu í fangelsi.

Luann de Lesseps.
Luann de Lesseps. Skjáskot/Instagram

Jen Shah, ein af húsmæðrunum úr The Real Housewives of Salt Lake City, var hneppt í varðhald í mars 2021 fyrir meinta þátttöku sína í víðtæku símasvindli.

Shah var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi og situr í dag á bak við lás og slá.

Hún mun að öllum líkindum losna úr fangelsi í byrjun nóvember 2026.

Jen Shah.
Jen Shah. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant