Fann fjársjóð á nytjamarkaði

Kjóllinn hefur elst vel.
Kjóllinn hefur elst vel. Samsett mynd

Kona að nafni Ashley Cano datt held­ur bet­ur í lukkupott­inn þegar hún heim­sótti nytja­markað í Chicago í þeirri von um að næla sér í nokkr­ar ein­stak­ar flík­ur.

Cano, sem er sjálf­titlaður „bargain hun­ter“ sem má laus­lega þýða sem „ein­stak­ling­ur á hött­um eft­ir til­boðum“ bjóst þó ekki við að finna brúðar­kjól úr safni banda­ríska fata­hönnuðar­ins Veru Wang til sölu á rétt tæp­ar þrjú þúsund krón­ur, en það gerði hún.

Marg­ir ættu að kann­ast við um­rædd­an brúðar­kjól, þá sér­stak­lega aðdá­end­ur Sex and the City, en hon­um brá fyr­ir í kvik­mynd­inni frá ár­inu 2008 þegar Carrie Brads­haw, leik­in af Söruh Jessicu Par­ker, sat fyr­ir hjá tísku­tíma­rit­inu Vogue í brúðar­kjól­um eft­ir nokkra af þekkt­ustu fata­hönnuðum í heimi.

Brads­haw var þá að und­ir­búa brúðkaup henn­ar og Mr. Big, sem leik­inn var af Chris Noth.

Cano, sem stund­ar end­ur­sölu á flík­um og fylgi­hlut­um, keypti kjól­inn án þess að hugsa sig tvisvar um og birti TikT­ok-mynd­skeið af flík­inni sem hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um net­heima, en fjöl­marg­ar verðandi brúðir hafa sent henni skila­boð og óskað eft­ir að kaupa brúðar­kjól­inn.

Verðgildi brúðar­kjóls­ins er sagt vera í kring­um 500 þúsund ís­lensk­ar krón­ur.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú skalt ígrunda vel ráðleggingar þeirra sem standa þér næst. Stundum er betra að segja af eða á en láta hlutina dankast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú skalt ígrunda vel ráðleggingar þeirra sem standa þér næst. Stundum er betra að segja af eða á en láta hlutina dankast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö