Kona að nafni Ashley Cano datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún heimsótti nytjamarkað í Chicago í þeirri von um að næla sér í nokkrar einstakar flíkur.
Cano, sem er sjálftitlaður „bargain hunter“ sem má lauslega þýða sem „einstaklingur á höttum eftir tilboðum“ bjóst þó ekki við að finna brúðarkjól úr safni bandaríska fatahönnuðarins Veru Wang til sölu á rétt tæpar þrjú þúsund krónur, en það gerði hún.
Margir ættu að kannast við umræddan brúðarkjól, þá sérstaklega aðdáendur Sex and the City, en honum brá fyrir í kvikmyndinni frá árinu 2008 þegar Carrie Bradshaw, leikin af Söruh Jessicu Parker, sat fyrir hjá tískutímaritinu Vogue í brúðarkjólum eftir nokkra af þekktustu fatahönnuðum í heimi.
Bradshaw var þá að undirbúa brúðkaup hennar og Mr. Big, sem leikinn var af Chris Noth.
Cano, sem stundar endursölu á flíkum og fylgihlutum, keypti kjólinn án þess að hugsa sig tvisvar um og birti TikTok-myndskeið af flíkinni sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en fjölmargar verðandi brúðir hafa sent henni skilaboð og óskað eftir að kaupa brúðarkjólinn.
Verðgildi brúðarkjólsins er sagt vera í kringum 500 þúsund íslenskar krónur.
@aileenscloset90 I couldn’t believe my eyes when I saw this dress. But I fear I may have bit off more than I can chew. It’s so big, so heavy. And I have no clue how to best sell it. Any help? #thrift #resellercommunity #resell #thrifthaul ♬ original sound - Ashley Cano
@aileenscloset90 Replying to @Sara Dodd ♬ original sound - Ashley Cano