Íslandsvinur kominn með kærustu

Andrew Garfield og Monica Barbaro eru sögð vera að stinga …
Andrew Garfield og Monica Barbaro eru sögð vera að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leikarinn og hjartaknúsarinn Andrew Garfield er sagður vera kominn með nýja konu upp á arminn. Sú heppna heitir Monica Barbaro og er 34 ára gömul.

Barbaro er ein skærasta rísandi stjarnan í Hollywood í dag. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í verðlaunamyndinni A Complete Unknown og hreppti nýverið tilnefningu í flokki bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni sem fjallar um líf tónlistarmannsins Bob Dylan.

Að sögn heimildarmanns bandaríska tímaritsins People hafa leikararnir eytt dágóðum tíma saman síðustu vikur, en þeir sáust meðal annars á röltinu í Lundúnum nýverið.

Garfield, sem bættist í hóp svokallaðra Íslandsvina þegar hann ferðaðist til landsins í desember, hefur reynt eftir fremsta megni að halda einkalífi sínu fjarri sviðsljósinu og því þykir ansi ólíklegt að parið muni opinbera samband sitt á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 3. mars næstkomandi.

Garfield, sem verður 42 ára síðar á árinu, hefur verið ansi vinsæll meðal kvenpeningsins og átt í ástarsamböndum við þekktar Hollywood-drottningar.

Meðal þeirra eru leikkonurnar Emma Stone og Phoebe Dynevor og söngkonan Rita Ora. Nú síðast átti hann í nokkurra mánaða sambandi við töfralækninn Kate Tomas. Sambandi þeirra lauk í október í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Sofie Sarenbrant
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Sofie Sarenbrant
5
Torill Thorup
Loka