Svo virðist vera sem söngkonan Janet Jackson, sem er hvað þekktust fyrir lagasmelli á borð við Rhythm Nation, All Nite, Together Again og Escapade, hafi fundið æskubrunninn, en hún virðist ekkert hafa elst undanfarna áratugi.
Jackson, sem fagnar 59 ára afmæli sínu um miðjan maí, lítur stórkostlega út á nýrri mynd sem hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram fyrr í dag.
Á myndinni er Jackson klædd einstaklega smekklegri, svartri dragt úr smiðju bandaríska tískuhönnuðarins Thom Browne, hvítri skyrtu og með hárið í snúð.
„Kvöld í Lundúnum,“ skrifaði söngkonan við færsluna.
Aðdáendur Jackson voru margir agndofa yfir fersku og glóandi útliti hennar og voru fjölmargir sem rituðu athugasemdir við færsluna og hrósuðu henni fyrir unglegt útlit og fataval.
„Við skulum tala um það hvernig Janet hefur ekkert elst,“ skrifaði einn aðdáandi söngkonunnar.