Ástfangnari með hverjum deginum

Samband Aaron Taylor-Johnson og Sam Taylor-Johnson hefur lengi vakið athygli, …
Samband Aaron Taylor-Johnson og Sam Taylor-Johnson hefur lengi vakið athygli, sérstaklega sökum aldursmunar. Skjáskot/Instagram

Enski leikarinn Aaron Taylor-Johnson birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í morgun þar sem hann fer fögrum orðum um eiginkonu sína til 13 ára, kvikmyndagerðarkonuna Sam Taylor-Johnson, í tilefni af 58 ára afmæli hennar.

„Til hamingju með afmælisdaginn, þokkadísin mín. Ég elska að verja hverri stundu með þér,” skrifaði Aaron við fallega myndaseríu sem sýnir hjónin njóta lífsins á sólríkum stað.

Aldursmunurinn truflar ekki

Leikarinn, sem er best þekktur fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Kick-Ass, Avengers: Age of UltronThe Fall Guy og Nosferatu, kynntist eiginkonu sinni við tökur á kvikmyndinni Nowhere Boy árið 2009, en þá var hann 18 ára gamall og hún 42 ára.

Með þeim tókust miklar ástir og á eins árs sambandsafmæli þeirra fór leikarinn á skeljarnar og bað um hönd sinnar heittelskuðu. 

Samband þeirra hefur lengi vakið athygli, sérstaklega sökum aldursmunar, en 23 ár aðskilja hjónin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant