Carl Dean, eiginmaður bandarísku kántrísöngkonunnar Dolly Parton í næstum 60 ár, lést í Nashville í Tennessee í gær. Hann var 82 ára gamall.
Í yfirlýsingu Partons á samfélagsmiðlum segir að Dean verði lagður til hinstu hvílu í einkaathöfn þar sem nánustu aðstandendur verða viðstaddir.
„Ég og Carl eyddum mörgum yndislegum árum saman. Orð geta ekki réttlætt ástina sem við deildum í yfir 60 ár. Þakka þér fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Dolly Parton.
Parton og Dean kynntust fyrir utan almenningsþvottahús í Nashville, daginn sem Parton flutti til Nashville 18 ára gömul þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér sem söngkona. Þau giftu sig tveimur árum síðar, 30. maí 1966.
Carl Dean, sem hélt sig að mestu frá sviðsljósinu þrátt fyrir að vera eiginmaður stórstjörnunnar sem Dolly Parton varð, var kaupsýslumaður eftir að hafa átt malbikunarfyrirtæki í Nashville.
— Dolly Parton (@DollyParton) March 4, 2025