Laufey djammaði með stórstjörnum

Laufey var glæsileg til fara.
Laufey var glæsileg til fara. Skjáskot/Instagram

Laufey Lín Bing Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, mætti í árlega Óskarsverðlaunaveislu Elton John í West Hollywood Park aðfaranótt mánudags.

Hátt í 1.000 manns mættu á viðburðinn, fylgdust með hátíðinni á hvíta tjaldinu og skemmtu sér fram eftir nóttu. Söngkonan Chappell Roan, góðvinkona Laufeyjar, steig á svið og flutti mörg af sínum þekktustu lögum, meðal annars poppsmellinn Pink Pony Club, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við Alyssu Milano, Brandi Carlile, Camila Cabello, Christian Siriano, Donatella Versace, Elizabeth Hurley, Heidi Klum, Neil Patrick Harris og Megan Thee Stallion.

Markmiðið með viðburðinum er að safna frjálsum framlögum til styrktar góðgerðarsamtökum Johns, Elton John AIDS Foundation, sem tónlistarmaðurinn setti á laggirnar árið 1992, aðeins örfáum mánuðum eftir að vinur hans, stórsöngvarinn Freddie Mercury, lést úr alnæmi.

Ríflega einn milljarður safnaðist á viðburðinum.

Chappell Roan og Elton John trylltu lýðinn.
Chappell Roan og Elton John trylltu lýðinn. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant