Macaulay Culkin, eldri bróðir Óskarsverðlaunahafans Kieran Culkin, brast í grát þegar tilkynnt var um sigurvegara í flokki besta leikara í aukahlutverki á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag. Kieran, 42 ára, vann fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Real Pain.
„Ég grét,“ sagði Macaulay við sjónvarpsmanninn Tan France er hann mætti í Vanity Fair-fögnuðinn að lokinni Óskarsverðlaunahátíðinni. Leikarinn, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Home Alone, My Girl og Uncle Buck, mætti á viðburðinn ásamt unnustu sinni, leikkonunni Brendu Song.
Kieran fagnaði sigrinum ásamt eiginkonu sinni, Jazz Charton, og öðrum sigurvegurum kvöldsins á hinum árlega Governors Ball-fögnuði.
Culkin-systkinin eru sjö talsins, en þrjú þeirra hafa átt ágætis velgengni að fagna í Hollywood, sérstaklega á barnsaldri. Frægð Kieran náði þó nýjum hæðum þegar hann hreppti hlutverk í þáttaröðinni Succession árið 2018 og hefur hann verið á mikilli sigurgöngu síðan.