Vonbrigði Demi Moore leyndu sér ekki

Demi Moore þegar hún mætti í Vanity Fair-partýið í Wallis …
Demi Moore þegar hún mætti í Vanity Fair-partýið í Wallis Annenberg Center í gær. Michael Tran / AFP

Leikkonan Demi Moore hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Substance. Hún laut í lægra haldi fyrir leikkonunni Mikey Madison, sem hreppti verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Anora

Samkvæmt varalesara gat Moore ekki dulið vonbrigðin þegar hún heyrði nafn sigurvegarans kveðið upp, en leikkonan á að hafa sagt aðeins eitt orð: „Nice“, eða „fínt“, án þess að brosa. „Hún kinkar kolli líkt og hún hafi þvingað sjálfa sig til að segja þetta,“ sagði varalesarinn Nicola Hickling í við Daily Mail.

Þá á Moore einnig að hafa verið í sjáanlegu uppnámi og með spennta kjálka, samkvæmt Hickling, þegar hún heyrði nafn hinnar 25 ára leikkonu lesið upp. 

Ásamt Moore og Madison voru tilnefndar Fernanda Torres fyrir I'm Still Here, Karla Sofía Gascón fyrir Emilia Pérez og Cynthia Erivo fyrir Wicked.

Kvikmyndaferill Moore nær nokkra áratugi aftur og um tíma var hún hæstlaunaðasta leikkona í heimi. Mörgum hefur þó fundist skorta á viðurkenningar frá kvikmyndaakademíunni í garð leikkonunnar og því var von til þess að hún myndi hreppa verðlaunin í gær. Hún hefur þó hlotið fjölda tilnefninga og nokkur verðlaun fyrir leik sinn í Substance, m.a. Critics' Choice Awards.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Kannski verður rafmagnslaust tímabundið eða tölvukerfi bilar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sofie Sarenbrant