Affleck sagður vilja annað tækifæri

Jennifer Garner og Ben Affleck skildu árið 2015.
Jennifer Garner og Ben Affleck skildu árið 2015. AFP/ Frederic J. Brown

Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck er nú sagður reyna allt til að fá fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Jennifer Garner, til að gefa sambandi þeirra annað tækifæri, að sögn heimildarmanns Page Six.

Affleck og Garner skildu árið 2015 eftir tíu ára hjónaband en þeim hefur þó tekist að halda sambandinu góðu þrátt fyrir skilnaðinn og sjást reglulega saman.

„Hann vill ólmur gefa sambandi þeirra annað tækifæri, en hann veit þó í hjarta sínu að það er ansi langsótt,” sagði ónefndur heimildarmaður bandaríska slúðurmiðilsins.

„Affleck er tiltölulega nýbúinn að ganga frá skilnaði sínum við Jennifer Lopez og vill einbeita sér að ferlinum og þessum nýja kafla lífs síns.

Auk þess ber hann mikla virðingu fyrir sambandi Garner og kærasta hennar, John Miller, og myndi aldrei reyna að eyðileggja samband þeirra.”

Garner ekki á sama máli

Garner, sem hefur átt í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi við Miller frá árinu 2018, er ekki á sama máli og Affleck og vill alls ekki taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.

„Hún á í góðu sambandi við Affleck, þau eru vinir og mjög samtaka í foreldrahlutverkinu, hún vill alls ekki breyta því.”

Garner og Affleck, sem eiga þrjú börn á aldursbilinu 13 til 19 ára, sjást reglulega saman á íþróttaleikjum, skólaviðburðum og fleiru.

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal