Beckham-hjónin á huggulegu stefnumóti í París

Skjáskot/Instagram

Dav­id og Victoria Beckham nutu sín í borg ástar­inn­ar í gær. Hjón­in voru meðal gesta á A-lista Le Grand Diner du Louvre, fyrsta gala kvöld­verði Louvre-safns­ins. 

Victoria deildi mynd af þeim á In­sta­gram með orðunum: „Svo ynd­is­legt kvöld á Le Grand Diner du Louvre til að fagna fyrstu sýn­ingu safns­ins til­einkaðri tískuiðnaðinum og skap­andi fólki hans ...“

Ekki nóg með að hafa mætt til glæsi­veislu 4. fe­brú­ar held­ur átti son­ur hjón­anna, Brook­lyn, 26 ára af­mæli sama dag.

Þetta kvöld voru hjón­in glæsi­leg sem aldrei fyrr. Victoria, sem er fimm­tug, klædd­ist svört­um gala­kjól með löng­um slóða, svo hver sem er hefði snúið höfðinu í hálf­hring til að horfa á eft­ir henni. Hárið var upp­sett í snúð og skartið lát­laust. 

Dav­id var glæsi­leg­ur í svört­um smók­ing með svarta slaufu, í vel pússuðum skóm og með kremlitaðan tref­il.

Það er önn­ur ærin ástæða fyr­ir veru hjón­anna í Par­ís, en sam­nefnt vörumerki Victoriu sýn­ir haust- og vetr­ar­tísk­una 2025 í borg­inni, föstu­dag­inn 7. mars. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir