David og Victoria Beckham nutu sín í borg ástarinnar í gær. Hjónin voru meðal gesta á A-lista Le Grand Diner du Louvre, fyrsta gala kvöldverði Louvre-safnsins.
Victoria deildi mynd af þeim á Instagram með orðunum: „Svo yndislegt kvöld á Le Grand Diner du Louvre til að fagna fyrstu sýningu safnsins tileinkaðri tískuiðnaðinum og skapandi fólki hans ...“
Ekki nóg með að hafa mætt til glæsiveislu 4. febrúar heldur átti sonur hjónanna, Brooklyn, 26 ára afmæli sama dag.
Þetta kvöld voru hjónin glæsileg sem aldrei fyrr. Victoria, sem er fimmtug, klæddist svörtum galakjól með löngum slóða, svo hver sem er hefði snúið höfðinu í hálfhring til að horfa á eftir henni. Hárið var uppsett í snúð og skartið látlaust.
David var glæsilegur í svörtum smóking með svarta slaufu, í vel pússuðum skóm og með kremlitaðan trefil.
Það er önnur ærin ástæða fyrir veru hjónanna í París, en samnefnt vörumerki Victoriu sýnir haust- og vetrartískuna 2025 í borginni, föstudaginn 7. mars.