Hudson fékk bolta í andlitið

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson lenti í óheppilegu atviki þegar hún fylgdist með leik New York Knicks og Golden State Warriors í New York-borg á þriðjudag.

Hudson sat í fremstu röð í Madison Square Garden ásamt kærasta sínum, leikaranum og rapparanum Common, þegar hún fékk körfubolta í andlitið. 

Þetta var óhapp í hita leiksins, en leikmaður New York Knicks, Miles McBride, var að reyna að komast inn í sendingu og náði ekki að grípa boltann sem lenti þá í andliti Hudson.

Myndskeið af atvikinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima í dag, en í því má sjá körfuknattleiksmanninn fara rakleitt upp að Hudson til að athuga hvort það sé í lagi með hana, sem svo reyndist vera.

Söngkonunni var þó augljóslega brugðið.

Hudson og Common, sem heitir réttu nafni Lonnie Rashid Lynn, eru bæði miklir körfuboltaaðdáendur og hafa reglulega sést saman á leikjum, allt frá því þau opinberuðu samband sitt á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal