Bandaríski leikarinn Channing Tatum, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Magic Mike-trílógíunni, virðist vera kominn yfir sambandsslitin við fyrrverandi unnustu sína, leikkonuna og kvikmyndagerðakonuna Zoë Kravitz.
Tatum er sagður eiga í ástarsambandi við 25 ára gamla ástralska fyrirsætu, Inku Williams.
Parið kynntist í gegnum sameiginlegan vin að sögn heimildamanns Page Six.
Nokkur aldursmunur er á parinu en Tatum er fæddur árið 1980 en Williams er árið 1999.
Tatum og Kravitz slitu trúlofun sinni eftir þriggja ára samband í október.
Fyrir það átti leikarinn í „haltu mér, slepptu mér“-sambandi með ensku söngkonunni Jessie J.
Tatum var kvæntur leikkonunni Jennu Dewan, sem hann kynntist við gerð kvikmyndarinnar Step Up árið 2006, á árunum 2009 til 2018. Þau eiga eina dóttur, hina 12 ára gömlu Everly.