Raunveruleikastjarna glímir við þrálátan bólgusjúkdóm í húð

Laura Adlington.
Laura Adlington. Skjáskot/Instagram

Laura Adlington, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþættinum The Great British Bake Off árið 2020, glímir við þrálátan bólgusjúkdóm í húð, hidradenitis suppurativa, sem kallast á íslensku graftarmyndandi svitakirtlabólga, en það er samheiti yfir sjúkdóm sem lýsir sér með krónískum ígerðum í handarkrika og á kynfærðasvæði.

Adlington, 36 ára, tjáði sig um sjúkdóminn á einlægan og opinskáan hátt í myndskeiði sem hún birti á Instagram-síðu sinni í fyrradag og viðurkenndi að sjúkdómurinn valdi henni tilfinningalegum skaða og óöryggi.

Í myndskeiðinu er Adlington á strönd, með fæturna í vatninu og klædd svörtum sundbol. Hún sýnir útbrotin, örin og ígerðirnar sem hafa lengi valdið henni mikilli vanlíðan, bæði líkamlegri og andlegri, og skömm, enda sjáum við sjaldan annað en svokallaða fullkomna líkama sem birtast okkur daglega á samfélagsmiðlum og forsíðum tímarita, þar sem húðslit, ör og annað sem telst ófullkomið er fjarlægt með myndvinnslu. Í færslunni segir Adlington það ýta undir óöryggið.

„HS er sjúkdómur sem enginn talar um“

„Í mörg ár hef ég glímt við sjúkdóm sem kallast hidradenitis suppurative eða HS. Hann veldur sársaukafullum ígerðum og blöðrum í handarkrika, undir brjóstum og í nára. Í ofanálag er ég með litabreytingar á húðinni í handarkrikanum sem stafar af fjölblöðruheilkenni (e. PCOS), að ég held,” skrifar Adlington í upphafi færslunnar.

„Við erum svo vön að sjá „fullkomna og „airbrush-aða“ handarkrika sem lætur manni líða eins og maður hafi eitthvað til að skammast sín fyrir og/eða fela.

HS er sjúkdómur sem enginn talar um. Sjúkdómurinn getur verið sársaukafullur og ýtt undir óöryggi hjá þeim veikaÞeim mun meira sem ég lærði og las, þeim mun betur skildi ég sjúkdóminn og komst að því að hann er nokkuð algengur og alls ekkert til að skammast sín fyrir. 

Svona líta handarkrikarnir á mér út, ég elska ekki ástand þeirra, en ég hef lært að lifa með þessu. Og kannski með því að opna á umræðuna, hjálpar það öðrum að líða betur,” skrifaði hún í lokin.

Adlington er ötul baráttukona fyrir heilbrigðri og jákvæðri líkamsímynd og hefur lagt sig fram við að efla jákvætt viðhorf til líkama síns og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Tove Alsterdal