Eiginkona Roberts F. Kennedy enn í sárum eftir meint framhjáhald

Robert F. Kennedy Jr. ásamt eiginkonu sinni Cheryl Hines þar …
Robert F. Kennedy Jr. ásamt eiginkonu sinni Cheryl Hines þar sem þau hlusta á ræðu Donalds Trumps áður en Kennedy er settur í embætti heilbrigðisráðherra 13. febrúar. ANDREW CABALLERO-REYNOLDS / AFP

Cheryl Hines, eiginkona Roberts F. Kennedy, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, er sögð hafa sett honum afarkosti eftir að upp komst um meint framhjáhald hans með blaðakonunni Oliviu Nuzzi á síðasta ári.

Hneykslið var opinberað í september og er Kennedy sagður hafa haldið við Nuzzi, sem starfaði hjá New York Times. 

Í kjölfarið viðurkenndi hin 32 ára Nuzzi að þau hefðu átt í sambandi eftir að hann hafði montað sig af óviðeigandi myndum sem hún ku hafa sent honum. Hneykslið olli því að Nuzzi var sagt upp störfum og hún upp úr slitnaði milli hennar og unnusta hennar, Ryan Lizza.

„Leyfðu mér að flytja annars ...“

Hines bað Kennedy um að flytja sig tafarlaust frá Los Angeles til Washington þar sem hann þjónar embætti sínu. Samkvæmt Daily Mail treystir Hines honum engan veginn til að búa einn í Washington í kringum svo margar aðlaðandi konur og Kennedy-aðdáendur.

Hún telur hjónabandinu stafa ógn af „lostapúkum“ sem bíða eftir hverju tækifæri til að nálgast kappann.

Samkvæmt heimildarmönnum er hún enn að jafna sig eftir „tilfinningalegt áfall og sársauka“ sökum meints framhjáhalds Kennedys.

Á þeim tíma sem hneykslið komst í hámæli er Hines sögð hafa sést nokkrum sinnum án giftingarhringsins en virðist svo hafa tekið ákvörðun um að halda hjónabandinu til streitu og hefur staðið við hlið hans á fjölmörgum opinberum viðburðum eftir þetta.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir