Fyrrverandi eiginkona David Hasselhoff fannst látin

Pamela Bach og David Hasselhoff voru gift á árunum 1989 …
Pamela Bach og David Hasselhoff voru gift á árunum 1989 til 2006. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi eiginkona David Hasselhoff, Pamela Bach, fannst látin á heimili sínu í Los Angeles á miðvikudag. Tók hún sitt eigið líf.

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrst frá andláti hennar.

Viðbragðsaðilar fundu Pamelu meðvitundarlausa á heimili sínu, er þeir brugðust við útkalli rétt eftir klukkan 22:00 að staðartíma. 

Pamela var gift David á árunum 1989 til 2006. Hún lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur og eitt barnabarn.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir