Gagnrýndi djarft og ögrandi fataval stjarnanna

Sherri Shepard gagnrýndi kjólaval stjarnanna.
Sherri Shepard gagnrýndi kjólaval stjarnanna. Samsett mynd

Banda­ríska sjón­varps­kon­an Sherri Shep­ard var lítt hrif­in af fata­vali nokk­urra ungra Hollywood-stjarna sem gengu niður rauða dreg­il­inn á Vanity Fair-fögnuðinum að lok­inni Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dag, klædd­ar ansi djörf­um og ögr­andi flík­um.

Í spjallþætti sín­um á þriðju­dag fór hún hörðum orðum um fata­val rapp­ar­ans Meg­an Thee Stalli­on og leik­kvenn­anna Zoë Kra­vitz og Ju­liu Fox sem all­ar skildu lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið með kjóla­vali sínu.

Shep­ard, sem er 57 ára, sagði þær all­ar hafa farið yfir strikið.

„Ég segi þetta með ást: Döm­ur, svona á ekki að gera þetta. Og ástæðan fyr­ir því að ég segi þetta er sú að það eru ung­ar stúlk­ur þarna úti sem líta upp til ykk­ar allra og þær munu vilja stæla ykk­ur,” sagði Shep­ard meðal ann­ars.

Stalli­on, 30 ára, og Fox, 35 ára, hafa oft­ar en ekki valdið mikl­um usla með ögr­andi og held­ur sér­kenni­legu fata­vali sínu, enda ófeimn­ar við að spóka sig um hálfnakt­ar við hin ýmsu tæki­færi.

Kra­vitz, 36 ára, hef­ur þó lengi verið þekkt fyr­ir að vera ákaf­lega smekk­leg á rauða dregl­in­um og kom hún því mörg­um á óvart þegar hún mætti í svört­um kjól frá franska tísku­hús­inu Saint Laurent sem sýndi ber­an aft­ur­enda henn­ar.

Zoë Kravitz beraði bossann á rauða dreglinum.
Zoë Kra­vitz beraði boss­ann á rauða dregl­in­um. AFP/​Amy Sussman
Megan Thee Stallion mætti í ólífugrænum kjól, sem einhverjir hafa …
Meg­an Thee Stalli­on mætti í ólífug­ræn­um kjól, sem ein­hverj­ir hafa líkt við plöntu. Kjóll­inn náði ekki upp fyr­ir brjóst henn­ar. Ljós­mynd/​AFP
Julia Fox, sem flaggar gjarnan sínu heilagasta, klæddist gegnsæjum kjól …
Ju­lia Fox, sem flagg­ar gjarn­an sínu heil­ag­asta, klædd­ist gegn­sæj­um kjól frá tyrk­neska tísku­hönnuðinum Dilara Findi­koglu. Kjóll­inn minnti marga á Evu í Edeng­arðinum. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að breyta einhverju í þínu daglega fari svo þú losnir við leiðindatilfinninguna. Settu þér eitt markmið - bara eitt! Horfðu svo á líf þitt verða fullkomið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Lone Theils
4
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að breyta einhverju í þínu daglega fari svo þú losnir við leiðindatilfinninguna. Settu þér eitt markmið - bara eitt! Horfðu svo á líf þitt verða fullkomið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Lone Theils
4
Arn­ald­ur Indriðason