Khloé Kardashian vill leiðrétta misskilning dóttur sinnar

Khloé Kardashian og NBA-körfuboltaleikmaðurinn Tristan Thompson eiga tvö börn saman, …
Khloé Kardashian og NBA-körfuboltaleikmaðurinn Tristan Thompson eiga tvö börn saman, True, sem er sex ára, og Tatum, tveggja ára. Samsett mynd/Instagram

True Thompson, sex ára dóttir Khloé Kardashian og Tristan Thompson, heldur að foreldrar sínir séu saman, líkt og móðir hennar sagði vinkonu sinni, Maliku Haqq, í nýjasta Kardashian-þættinum.

„True heldur að við Tristan séum gift,“ sagði hún. „En það er rétt að gera, að mínu áliti, að gifta sig og eignast börn. Það er það sem mig langar að kenna henni.“

Hins vegar segist Khloé tilbúin til að útskýra hið rétta fyrir dóttur sinni þegar sá tími kemur.

„Það eina sem truflar mig myndi vera, að ég vildi ekki að True færi í gegnum lífið og hugsaði að svona sé hjónaband,“ játaði Khloé fyrir vinkonu sinni.

„Það er, að ganga í hjónaband en að búa ekki saman. Og þið kyssist aldrei og sofið ekki einu sinni í sama rúmi. Ég óska þess að börnin mín sjái mig eignast mann á einhverjum tímapunkti og sjái þannig hvað kærleikur og rómantík er. Ég vil að þau fái það.“

Khloé og Tristan skildu árið 2021 eftir að hafa verið sundur og saman um árabil og nýtur Khloé þess að vera á lausu. Sögusagnir um að hún og Tristan væru að taka aftur saman fóru á flug þegar hún m.a. sást á NBA-leik með börnunum sínum, þar sem Tristan var að spila. Það kemur þó skýrt fram í þættinum að Khloé sé ekki að fara að taka upp þráðinn með honum að nýju.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver spenna ríkir í samskiptum þínum við vini þína. Ekki gráta, þótt einhverjir hverfi frá. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver spenna ríkir í samskiptum þínum við vini þína. Ekki gráta, þótt einhverjir hverfi frá. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir