Millie Bobby Brown slær til baka

Millie Bobby Brown talin næstum óþekkjanleg.
Millie Bobby Brown talin næstum óþekkjanleg. AFP

Leikkonan Millie Bobby Brown, sem flestir þekkja úr þáttunum Stranger Things, hefur fengið sig fullsadda af athugasemdum um útlit sitt. Í myndbandi sem hún birti á Instagram síðastliðinn mánudag talaði hún um að margir virtust eiga erfitt með að samþykkja að hún væri ekki lengur tíu ára stúlkan sem kom fram í fyrstu þáttaröð Stranger Things.

„Ég byrjaði í þessum bransa þegar ég var tíu ára og ólst upp fyrir allra augum. En af einhverjum ástæðum geta sumir ekki vaxið með mér, heldur vilja þeir að ég sé föst í fortíðinni, eins og ég eigi enn að líta út eins og í fyrstu þáttaröð Stranger Things. Af því að ég geri það ekki lengur, þá er gert grín að mér,“ sagði hún í myndbandinu.

„Ég neita að biðjast afsökunar á því að vaxa og dafna“

Brown, sem er nú 21 árs, gagnrýndi jafnframt þá fjölmiðlaumfjöllun sem hún segir ýta undir neikvæða umræðu um útlit hennar frekar en að spyrja hvers vegna fullorðið fólk sé að gagnrýna unga konu.

Brown lagði áherslu á að hún myndi ekki biðjast afsökunar á því að eldast eða breyta útliti sínu.

„Ég neita að biðjast afsökunar á því að vaxa og dafna,“ sagði hún í myndbandinu og skoraði á fjölmiðla og almenning að gera betur.

„Ekki bara fyrir mig, heldur fyrir allar ungar stelpur sem eiga skilið að alast upp án þess að vera tættar í sundur fyrir að vera bara til,“ sagði hún að lokum.

Matt Lucas biðst afsökunar

Meðal þeirra sem gagnrýndu eða bentu á útlitsbreytingar leikkonunnar var breski gamanleikarinn Matt Lucas, áður stjórnandi The Great British Bake Off. Hann baðst afsökunar á Instagram eftir að Brown gagnrýndi umfjöllun hans og annarra blaðamanna.

„Ég sá hvað þú skrifaðir og langar að skýra afstöðu mína,“ skrifaði Lucas. Hann útskýrði að hann hefði leikið persónuna Vicky Pollard í Little Britain, sem alltaf var í bleikum fatnaði og hafði sítt ljóst hár. Lucas sagðist einfaldlega hafa ætlað að benda á líkindin en hefði ekki grunað að athugasemdin gæti sært Brown.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir