Öryggisgæsla Kringlunnar við öllu búin á öskudaginn þegar VÆB steig á svið

VÆB-strákarnnir ásamt aðdáendum á öskudeginum sem haldinn var hátíðlega í …
VÆB-strákarnnir ásamt aðdáendum á öskudeginum sem haldinn var hátíðlega í gær. Ljósmynd/Aðsend

Það var varla þverfótað fyrir krökkum í silfurlituðum göllum með sólgleraugu á öskudaginn. Áhrif VÆB-strákanna, bræðradúósins sem sigraði undankeppni Evróvisjón, eru greinileg en þeir halda til Sviss í sumar. Á sama tíma virðist VÆB-æðið sækja sífellt í sig veðrið, enda seldust búningar strákana upp á augabragði.

Bræðurnir nýttu tilefnið og stigu á svið í Kringlunni í gær við góðar viðtökur. Samkvæmt heimildum mbl var öryggisgæsla Kringlunnar við öllu búin, enda ekki mörg ár síðan hlutirnir fóru úr böndunum og krakkar ruddust inn á lokað svæði sem olli miklum glundroða.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af bræðrunum þar sem þeir koma fram við mikinn fögnuð. Óhætt er að segja að stemningin hafi verið gríðarleg.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Líka þeim sem hafa frá leiðindum að segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Sofie Sarenbrant
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir