Óskarsverðlaunahafinn Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust líklega af náttúrulegum orsökum með viku millibili.
Gene Hackman, sem var 95 ára gamall, lést af völdum hjartasjúkdóms en Alzheimers-sjúkdómurinn var stór áhrifaþáttur, að sögn Heather Jarrell, yfirlæknisins sem sá um krufningu Hackman-hjónanna.
Betsy Arakawa, sem var 65 ára, lést af völdum hantaveiru.
Gangráður Hackmans hætti að virka rúmri viku áður en lík hans fannst í Santa Fe í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum.
„Miðað við þessar upplýsingar er rökrétt að álykta að herra Hackman hafi líklega látist í kringum 18. febrúar. Miðað við aðstæðurnar er rökrétt að álykta að ungfrú Hackman hafi látist fyrst, en 11. febrúar var síðasti dagurinn sem hún var á lífi,“ sagði Jarrell.
Ekki fundust merki um áverka né merki um kolmónoxíðeitrun í krufningunni, en í upphafi var talið að um slíka eitrun hafi verið að ræða.
Hantaveiran er sjúkdómur með einkennum svipuðum flensu, sem getur þróast í mæði og hjarta- eða lungnabilun, að sögn Jarrell.