Létust af náttúrulegum orsökum með viku millibili

Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili …
Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili sínu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. AFP/Hector Mata

Óskarsverðlaunahafinn Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust líklega af náttúrulegum orsökum með viku millibili.

Gene Hackman, sem var 95 ára gamall, lést af völdum hjartasjúkdóms en Alzheimers-sjúkdómurinn var stór áhrifaþáttur, að sögn Heather Jarrell, yfirlæknisins sem sá um krufningu Hackman-hjónanna.

Betsy Arakawa, sem var 65 ára, lést af völdum hantaveiru. 

Gangráður sýndi enga virkni í viku

Gangráður Hackmans hætti að virka rúmri viku áður en lík hans fannst í Santa Fe í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum.

„Miðað við þessar upplýsingar er rökrétt að álykta að herra Hackman hafi líklega látist í kringum 18. febrúar. Miðað við aðstæðurnar er rökrétt að álykta að ungfrú Hackman hafi látist fyrst, en 11. febrúar var síðasti dagurinn sem hún var á lífi,“ sagði Jarrell.

Ekki fundust merki um áverka né merki um kolmónoxíðeitrun í krufningunni, en í upphafi var talið að um slíka eitrun hafi verið að ræða.

Hantaveiran er sjúkdómur með einkennum svipuðum flensu, sem getur þróast í mæði og hjarta- eða lungnabilun, að sögn Jarrell.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal