Meghan fagnar þrátt fyrir hræðilega gagnrýni

Þættir Meghan eru umdeildir.
Þættir Meghan eru umdeildir. AFP

Byrjað er að streyma nýjustu lífsstílsþáttum Meghan hertogaynju af Sussex á Netflix og hafa þeir ratað á topp tíu lista streymisveitunnar.

Meghan hefur fagnað þessari velgengni á samfélagsmiðlum með því að deila klippum úr þáttunum sem heita With Love, Meghan.

Þættirnir hafa hins vegar ekki hlotið jákvæða rýni. Heldur keppast gagnrýnendur við að hakka þættina í sig.

Gagnrýnandi The Independent, Katie Rosseinsky, gaf þáttunum eina stjörnu af fimm mögulegum. „Allt sem hún gerir er búið að kjarna í auðmeltanlegum lífslexíum. Það að rækta eigið hunang verður áminning um að reyna á mörk sín. Jafnvel köku án krems er lýst sem „fallegri að innan“. “

Gagnrýnandi The Guardian tekur í sama streng og heldur því fram að kannski verður þetta hennar síðasta uppátæki fyrir Netflix, fólk vilji sjá hina raunverulegu Meghan. „Vandamálið er að enginn vill horfa á Meghan skreyta maríubjöllu-snittur. Þættirnir væru helst gagnlegir sem líflaust uppfyllingarefni í aðra þætti.“

Þá hafa þættirnir hlotið slæma dóma á Rotten Tomato og einn gagnrýnandinn sagði þættina valda vonbrigðum. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur sem vorum að vonast eftir einhverju sem hægt væri að tengja við.“

Gagnrýnendur The Times segir þættina reyna að sýna Meghan sem ofurmömmu í kremlituðum kasmír-fötum. „Ef þú hélst að þú myndir frekar steikja augun þín á pönnu frekar en að horfa á þættina. Þá get ég sagt að upplifunin sé mun verri. Hér fáum við að sjá hversu rík hún er og úr tengslum líkt og það sé eðlilegt að fólk geri heimagert kerti úr býflugnavaxi eða leggi ferskt lofnarblóm á handklæði.“

The Telegraph gefur þáttunum tvær stjörnur og kallar þá æfingu í narsissisma, uppfullt af rándýrum miðdegisverðum. „Meghan býður alla velkomna nema þú sért faðir hennar, systkini, tengdafjölskylda, 99% af vinum eiginmannsins eða Piers Morgan.“

Radio Times segir þetta ekki það versta í heimi en að Brooklyn Beckham þurfi ekki að óttast samkeppnina um kokkahattinn.

“With Love, Meghan” voru frumsýndir á Netflix 4. mars.
“With Love, Meghan” voru frumsýndir á Netflix 4. mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal