Bandaríska söngkonan Meghan Trainor gekkst undir brjóstastækkun og brjóstalyftingu nýverið og frumsýndi „nýju brjóstin“ í myndskeiði á Instagram-síðu sinni á fimmtudag.
Trainor, sem er 31 árs gömul og móðir tveggja ungra barna, hefur ekki farið leynt með löngun sína til að láta laga á sér brjóstin og kom það því fáum á óvart þegar hún opnaði sig um lýtaaðgerðina á samfélagsmiðlasíðunni í gær.
Söngkonan, sem er best þekkt fyrir poppsmelli á borð við All About That Bass, Made You Look og Dear Future Husband, segir brjóst hennar hafa aflagast eftir barnsburð og þyngdartap og hafi hana því lengi dreymt um að gangast undir lýtaaðgerð til að breyta og bæta útlit brjóstanna.
„Ég er í skýjunum með árangurinn! Ég er öruggari en nokkru sinni fyrr og svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun.
Brjóstin mín eru nú orðin tvíburar, ekki lengur fjarskyldar frænkur.“