Ricci fagnaði með eiginmanni sínum og börnum

Christina Ricci stillti sér upp fyrir aftan stjörnuna.
Christina Ricci stillti sér upp fyrir aftan stjörnuna. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Christ­ina Ricci fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame í Hollywood í gær, fimmtu­dag.

Ricci, sem er 45 ára, mætti ásamt eig­in­manni sín­um til fjög­urra ára, hár­greiðslu­mann­in­um Mark Hampt­on, og tveim­ur börn­um, hinum tíu ára gamla Freddie, sem hún á með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, og hinni þriggja ára gömlu Cleopötru, sem hún á með Hampt­on.

Leik­kon­an, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Wed­nes­day Addams í kvik­mynd­un­um um Addams-fjöl­skyld­una, kýs að halda fjöl­skyldu­lífi sínu utan sviðsljóss­ins. Það kom því mörg­um á óvart að sjá hana stilla sér upp á rauða dregl­in­um ásamt eig­in­manni sín­um og börn­um. 

Ricci var einkar glæsi­leg í svartri dragt, pinna­hæl­um og með slegið hárið.

Meðal þeirra sem heiðruðu leik­kon­una voru meðleik­kon­ur henn­ar úr þátt­un­um Yellowjackets, Mel­anie Lyn­skey, Liv Hew­son og Tawny Cypress.

Hin þriggja ára gamla Cleopatra var í miklu stuði.
Hin þriggja ára gamla Cleopatra var í miklu stuði. Ljós­mynd/​AFP
Christina Ricci hélt fallega þakkarræðu.
Christ­ina Ricci hélt fal­lega þakk­arræðu. AFP/​Emma Mc­Intyre
Móðir leikkonunnar lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Móðir leik­kon­unn­ar lét sig að sjálf­sögðu ekki vanta. AFP/​Emma Mc­Intyre
Christina Ricci ásamt leikaraliði Yellowjackets.
Christ­ina Ricci ásamt leik­araliði Yellowjackets. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir