Stúlknasveit keppir í Eurovision fyrir hönd Bretlands

Stúlknasveitin Remember Monday.
Stúlknasveitin Remember Monday. Skjáskot/Instagram

Stúlknasveitin Remember Monday mun keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir hönd Bretlands, með kántrílaginu What The Hell Just Happened?

Vinkonurnar Lauren Byrne, Holly-Anne Hull og Charlotte Steele skipa hljómsveitina.

Greint var frá þessu í útvarpsþættinum The Scott Mills Breakfast Show á BBC Radio 2 nú í morgunsárið.

Remember Monday vakti fyrst athygli í hæfileikakeppninni The Voice árið 2019 þar sem sveitin komst í undanúrslit. 

Stúlknasveitin mun stíga á svið á úrslitakvöldinu í Basel í Sviss í maí, en fulltrúi Bretlands fer alltaf beint í úrslitakeppnina þar sem Bretland er eitt af þeim fimm ríkjum sem styrkja keppnina hvað mest fjárhagslega.

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið What The Hell Just Happened?

 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal