Stúlknasveitin Remember Monday mun keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir hönd Bretlands, með kántrílaginu What The Hell Just Happened?
Vinkonurnar Lauren Byrne, Holly-Anne Hull og Charlotte Steele skipa hljómsveitina.
Greint var frá þessu í útvarpsþættinum The Scott Mills Breakfast Show á BBC Radio 2 nú í morgunsárið.
Remember Monday vakti fyrst athygli í hæfileikakeppninni The Voice árið 2019 þar sem sveitin komst í undanúrslit.
Stúlknasveitin mun stíga á svið á úrslitakvöldinu í Basel í Sviss í maí, en fulltrúi Bretlands fer alltaf beint í úrslitakeppnina þar sem Bretland er eitt af þeim fimm ríkjum sem styrkja keppnina hvað mest fjárhagslega.
Hér fyrir neðan má hlusta á lagið What The Hell Just Happened?