Versti ótti Lady Gaga var einmanaleikinn

Lady Gaga og unnusti hennar Michael Polansky mæta á rauða …
Lady Gaga og unnusti hennar Michael Polansky mæta á rauða dregilinn fyrir frumsýningu Joker: Folie a deux' á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september 2024. Alberto PIZZOLI / AFP

Það vill enginn enda einn og eflaust er ekkert starf eins einangrandi og að vera poppstjarna. Engin önnur en sjálf söng- og leikkonan Lady Gaga segist hafa reynslu af einmanaleikanum líkt og fram kemur á BBC.

Lady Gaga á sér fáa líka þegar kemur að því hve hratt hún skaust upp á stjörnuhimininn árin 2009-2010, enda kannski ekki nema von. Hún er ekki einungis hæfileikarík heldur er útlit hennar afar sérstakt, ekki þetta „típíska poppstjörnulúkk“, og hún hefur haft gaman af að klæða sig upp á þann hátt að miðlarnir gapa og jafnvel hneykslast á stílnum.

Eftir því sem frægðarsól hennar skein skærar því óheflaðri urðu fyrirsagnirnar í slúðurmiðlunum; Hún setti á svið sataníska helgisiði ... Hún ætlaði að saga eigin fótlegg af í nafni tískunnar.

Svo virtist enginn skilja húmorinn þegar hún mætti í kjötkjól á MTV-verðlaunahátíðina 2010, sem gaf til kynna að hún væri fóður fyrir slúðurmiðlana.

„Það gerði mig dapra“

„Ég er ein á hverju kvöldi,“ sagði söngkonan við stílistann sinn í heimildarmyndinni Five Foot Two (2017). „Ég fer frá því að allir vilji snerta mig og tala við mig allan daginn, yfir í algjöra þögn að kvöldinu.“

Lady Gaga, sem er 38 ára í dag, er trúlofuð frumkvöðlinum Michael Polansky. Hún viðurkennir að þessi ár sem hún upplifði einmanaleikann hræddu hana mikið.

„Ég held að minn helsti ótti hafi verið að gera þetta allt ein, lifa lífinu ein,“ segir hún við BBC. „Og ég held að stærsta gjöfin hafi verið að hitta unnusta minn, Michael, og fá að upplifa ringulreiðina með honum.“

Parið hefur verið saman síðan 2020 og opinberaði trúlofunina á Kvikmyndahátíðinni í Feyneyjum í september á síðasta ári.

Plötuumslag nýjustu plötu Lady Gaga, Mayhem.
Plötuumslag nýjustu plötu Lady Gaga, Mayhem. Skjáskot/Instagram

Nýjasta plata söngkonunnar, Mayhem, kom út á þessu ári. Á plötuumslaginu er mynd af henni þar sem hún horfir í brotinn spegil og túlkar þá sviðsmynd af henni sjálfri sem hún hafði skapað. 

„Ég bjó til þessa opinberu persónu sem ég breyttist í smám saman og að gera greinarmun á því hvar ég byrjaði og Lady Gaga endaði, varð raunveruleg áskorun,“ segir hún.

„Það gerði mig dapra.“

Spurð um hvernig hún stemmdi af opinberu hliðina og hlið einkalífsins svarar hún: „Þetta er það sem þýðir að vera Lady Gaga. Það er listamaðurinn á bak við þetta allt saman.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal