Hringur valin besta mynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar

Kvikmyndin O (Hringur) hlaut í gærkvöldi fjórðu alþjóðlegu verðlaun sín …
Kvikmyndin O (Hringur) hlaut í gærkvöldi fjórðu alþjóðlegu verðlaun sín og er komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Ljósmynd/Aðsend

Áhorfendur alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Tampere í Frakklandi völdu í gærkvöldi stuttmyndina O (Hringur) sem bestu mynd hátíðarinnar.

Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en hún er einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. 

Hefur verið á dreifingu víða eftir frumsýninguna

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hún er leikstýrð af Rúnari Rúnarssyni og framleidd af Heather Millard. 

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig, en helsta hindrun hans er hann sjálfur. 

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið í dreifingu víða um heiminn síðan.

Teymið á bakvið myndina O (Hringur) stillti sér upp á …
Teymið á bakvið myndina O (Hringur) stillti sér upp á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust, þar sem myndin var frumsýnd. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá stiklu úr myndinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal