Stór þáttaröð tekin fyrir norðan

Þórður Pálsson leikstjóri og Elín Hall eru tilbúin í tökur …
Þórður Pálsson leikstjóri og Elín Hall eru tilbúin í tökur á Flóðinu á Siglufirði og Ólafsfirði.

„Þetta er snjóflóðasería og þess vegna hefur verið mikið stress út af snjóleysi fyrir norðan,“ segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Glassriver.

Fram undan eru tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Flóðinu, og fara þær fram dagana 18. mars til 15. apríl á Siglufirði og Ólafsfirði. Athygli hefur vakið að undanfarið hefur verið auglýst eftir leikurum og aukaleikurum á íbúasíðum á svæðinu.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir norðan. Hér sjást þeir …
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir norðan. Hér sjást þeir Andri S. Haraldsson tökumaður og Þórður Pálsson leikstjóri.

Aðalhlutverk verður í höndum Elínar Hall sem nýverið var valin í Shooting Star á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, og átti stórleik í Vigdísar-þáttunum.

Leikstjóri þáttanna er Þórður Pálsson en hann er jafnframt einn handritshöfunda ásamt Óttari Norðfjörð og Margréti Örnólfsdóttur. Þórður og Óttar unnu saman að sjónvarpsþáttunum Brot og fyrsta stóra kvikmynd Þórðar var nýverið frumsýnd. Nefnist hún The Damned og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Elín Hall var nýverið valin í Shooting Star á Berlinale, …
Elín Hall var nýverið valin í Shooting Star á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Ljósmynd/Ari Magg

Framleiðandi seríunnar er Guðgeir Arngrímsson en framleiðandinn Klaus Zimmermann, sem vann meðal annars að fyrstu þáttaröð Ófærðar, kemur sömuleiðis að framleiðslunni.

Andri segir í samtali við Morgunblaðið að Flóðið hafi verið í undirbúningi í þó nokkurn tíma og hafi tekið nokkrum breytingum. Þannig hafi þáttaröðin smám saman fjarlægst íslenskan raunveruleika eins og hann orðar það og vísar þar með ekkert til þekktra hamfara í Íslandssögunni. Þess í stað gerist sagan í nútímanum og er eins konar krimmi, spennutryllir sem hverfist þó um snjóflóð.

Ekki vantar tökustaði fyrir snjóflóðaþætti í nágrenni Siglufjarðar. Sjónvarpsþáttaröðin Flóðið …
Ekki vantar tökustaði fyrir snjóflóðaþætti í nágrenni Siglufjarðar. Sjónvarpsþáttaröðin Flóðið verður tekin þar á næstu vikum. mbl.is//Bjarni Helgason

„Þetta verður ein af stærstu íslensku seríunum í ár og raunar með þeim stærri sem hér hafa verið gerðar,“ segir Andri.

Flóðið verður fjögurra þátta röð en hver þeirra er klukkustundarlangur. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans.

Andri kveðst telja að Flóðið gæti vakið athygli víðar en á Íslandi. Hún minni að einhverju leyti á norsk-amerísku seríuna Las Palmas sem gengið hefur vel á Netflix. „Hún hefur alla burði til að ferðast vel, við höfum trú á því og erum spennt fyrir því sem koma skal.“

Fréttin birtist upprunalega í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. mars en hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.

Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Glassriver.
Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Ljósmynd/Kári Sverriss
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal