Þekktur grínhópur keppir fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision

Eurovisionworld spáir Svíþjóð, eins og á stendur, sigri í Eurovision …
Eurovisionworld spáir Svíþjóð, eins og á stendur, sigri í Eurovision í ár. Ljósmynd/Euromix

Hóp­ur­inn KAJ vann Melodi­festi­valen, sænsku undan­keppn­ina fyr­ir Eurovisi­on, í gær­kvöldi með lagi sínu Bara Bada Bastu. 

Keppn­in fer fram í Basel í Swiss í maí.

Sænsk-finnski hóp­ur­inn KAJ sam­an­stend­ur af vin­un­um Kevin Holmstrom, Axel Åhman og Jakob Norrgård. 

Hljóm­sveit­in, sem er einnig grín­hóp­ur, var stofnuð í Finn­landi árið 2009 og hafa þeir gert tónlist og grí­n­efni síðan þá. 

Eurovisi­onworld spá­ir nú Svíþjóð sigri í keppn­inni. 

Farðu bara í gufubað

Måns Zel­mer­löw, sig­ur­veg­ari Eurovisi­on árið 2015, var spáð sigri í Melodi­festi­valen, en KAJ hreppti sig­ur­sætið og Måns lenti í öðru sæti. 

Lagið er mjög hresst, en Bara Bada Bastu þýðir á ís­lensku „farðu bara í gufubað“, og í lag­inu eru ýms­ar til­vís­an­ir bæði í finnska og sænska menn­ingu. 

KAJ hafa gefið út sjö plöt­ur, skrifað og sett upp tvo söng­leiki í Wasa Tea­ter, auk þess sem hóp­ur­inn var með stóra sýn­ingu á leik­vangi í til­efni 10 ára af­mæl­is hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi því flestir hlutir eru ekki þess virði. Talaðu skýrt og umbúðalaust en sýndu jafnframt tillitssemi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi því flestir hlutir eru ekki þess virði. Talaðu skýrt og umbúðalaust en sýndu jafnframt tillitssemi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Arn­ald­ur Indriðason