Vann þýska sjónvarpskeppni og fékk fúlgur fjár

Ljósmynd/RTL

Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason heldur áfram að gera það gott í þýsku sjónvarpi. Eins og landsmenn þekkja var Rúrik sigurvegari í þýskri útgáfu Let's dance. Nú hefur hann bætt um betur og vann keppni sem haldin var meðal sigurvegara keppninnar í Þýskalandi.

Ber sjónvarpsþátturinn nafnið Elton 12 og varð Rúrik hlutskarpastur keppenda eftir útsláttarfyrirkomulag. Þátturinn var sýndur á RTL og er skemmtiþáttur á laugardagskvöldi þar sem sigurvegarar úr dansþáttunum fengu boð ásamt atvinnudönsurum úr þáttunum. Verðlaunin voru ekki af verri endanum og fékk Rúrik 100 þúsund evrur fyrir sigurinn, eða sem nemur um 14,7 milljónum króna.

Keppendur áður en útsláttarkeppnin hófst.
Keppendur áður en útsláttarkeppnin hófst. Skjáskot/RTL

Húlahringjakast og súluburður

Þátturinn gengur þannig fyrir sig að hjóli er snúið og það ákvarðar hver mótherjinn er. Þrautirnar voru af ýmsum toga. Þannig keppti Rúrik t.d. í spurningakeppni, minniskeppni, húlahringjakasti og súluburði.

Spurður segir Rúrik að hann hafi ekki undirbúið sig að neinu leyti fyrir keppnina heldur farið í sjónvarpsþáttinn með það í huga að hafa gaman af hlutunum.

„Auðvitað var gaman að vinna en ég gerði mér nú engar væntingar um sigur þar sem það er erfitt að gera væntingar til sjálfs sín þegar maður er að fara að keppa í einhverju sem maður veit ekki hvað er,“ segir Rúrik.

Sigurinn tryggður með beltiskasti 

„Þetta var einhver blanda af heppni og að hafa gaman af alls kyns íþróttum. Það sem kom mér mest á óvart var að hafa komist áfram eftir spurningakeppni þar sem ég er ekki sá sleipasti þegar kemur að þýskri menningu,“ segir Rúrik.

Hann segir að keppnisgreinar hafi sumar verið þannig að honum hefði ekki dottið í hug að hægt væri að keppa í þeim. 

„Ég vann með því að kasta belti á snaga. Það var ekki flóknara en það,“ segir Rúrik kíminn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal