Búið spil eftir fimm mánaða hjónaband

Jack Farina og Emily Osment.
Jack Farina og Emily Osment. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska leik­kon­an Em­ily Os­ment, einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sín í gam­anþáttaröðunum Hannah Mont­ana og Young Sheldon, hef­ur sótt um skilnað frá eig­in­manni sín­um, tón­list­ar­mann­in­um Jack Far­ina, eft­ir tæp­lega fimm mánaða hjóna­band.

Slúður­vef­ur­inn TMZ greindi fyrst­ur frá tíðind­un­um.

Os­ment, sem er yngri syst­ir Haley Joel Os­ment, sótti form­lega um skilnað frá Far­ina á föstu­dag.

Í skilnaðarskjöl­un­um seg­ir að dag­setn­ing sam­bands­slita hafi verið 7. des­em­ber, níu vik­um eft­ir brúðkaups­dag­inn.

Os­ment og Far­ina voru par í tæp fjög­ur ár. Þau trú­lofuðu sig í júní 2023 og gengu í hjóna­band þann 12. októ­ber síðastliðinn.

Hvor­ugt þeirra hef­ur tjáð sig um skilnaðinn, hvorki á sam­fé­lags­miðlum né í fjöl­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lífið færir þér hverja þversögnina á fætur annarri. Hvað sem þú kaupir þér mun að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lífið færir þér hverja þversögnina á fætur annarri. Hvað sem þú kaupir þér mun að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf