Harry og Meghan gagnrýnd fyrir gáleysi

Harry og Meghan eru harkalega gagnrýnd.
Harry og Meghan eru harkalega gagnrýnd. AFP

Harry og Meghan hafa verið gagnrýnd fyrir að sýna gáleysi þegar kemur að öryggi barna sinna. Á dögunum birti Meghan færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem Harry sést halda á dóttur sinni, Lilibet, á borð um bát.

Athygli vekur að Lilibet er ekki í björgunarvesti eins og lög segja til um en Lilibet er þriggja ára. Samkvæmt lögum í Kaliforníuríki eiga öll börn undir 13 ára aldri að vera í björgunarvestum meðan þau eru á sjó eða vatni.

Margir hafa tjáð hneyklan sína í athugasemdakerfum og bent á hversu mikið gáleysi þau sýna. Aðrir benda hins vegar á að ekki sé vitað undir hvaða kringumstæðum myndin var tekin. Kannski var báturinn ekki á ferð. Flestir eru þó sammála um að lítið þarf til þess að illa fari þegar börn eru nálægt vatni.

Harry með dóttur sína í fanginu.
Harry með dóttur sína í fanginu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal