Eiginkona Willis tjáði sig um andlát Hackman-hjónanna

Emma Heming Willis tjáði sig um andlát Hackman-hjónanna.
Emma Heming Willis tjáði sig um andlát Hackman-hjónanna. Samsett mynd

Emma Heming Willis, eiginkona leikarans ástsæla Bruce Willis, tjáði sig um andlát bandaríska stórleikarans Gene Hackman og eiginkonu hans, píanóleikarans Betsy Arakawa, í myndskeiði sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær, mánudag.

Emma, sem hefur gegnt hlutverki umönnunaraðila allt frá því að eiginmaður hennar greindist með alvarlegt tilfelli heilabilunar fyrir tveimur árum síðan, minnti á mikilvægi þess að hlúa að og styðja við bakið á umönnunaraðilum og tók hún sem dæmi Arakawa, en hún hjúkraði Hackman, sem glímdi við Alzheimer-sjúkdóminn, allt þar til hún dó.

Hackman lést örfáum dögum seinna.  

„Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi venjulega tjá mig um, en ég trúi því heilshugar að það sé eitthvað hægt að læra af hinu sorglega fráfalli Hackman-hjónanna,” sagði Emma í upphafi myndskeiðsins.  

Andlát þeirra hefur fengið mig til að líta á stóru myndina, sem er að umönnunaraðilar þurfa einnig á umönnun að halda. Þeir eru nauðsynlegir og þess vegna er svo mikilvægt að við séum til staðar fyrir þá svo að þeir geti haldið áfram að vera til staðar fyrir fólkið sitt.  

Ég held að það sé mjög algengur misskilningur að umönnunaraðilar séu ávallt með allt á hreinu. Ég er alls ekki sammála því. Ég tel að við þurfum að vera til staðar fyrir þá svo að þeir geti haldið áfram að vera til staðar fyrir þann sem þarf á lífsnauðsynlegum stuðningi að halda.” 

Við færsluna stóð: „Umönnunaraðilar þurfa líka umönnun.” 

Gerði sér ekki grein fyrir því að eiginkonan væri látin

Hackman, sem var 95 ára og með hjartasjúkdóm og Alzheimer-sjúkdóminn, og Arakawa, sem var 65 ára, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í lok febrúar.

Bandaríski stórleikarinn dó af náttúrulegum orsökum, líklega um viku á eftir eiginkonu sinni, og gerði sér, samkvæmt sérfræðingum, sökum heilabilunar, ekki grein fyrir því að eiginkona hans væri látin.

Arakawa lést af völdum hantaveiru.

„Það var eins og hann væri að leika sömu senuna aftur og aftur,” sagði Catherine V. Pierson, iðjuþjálfi með áratuga reynslu í umönnun fólks með heilabilun, við blaðamann BBC þegar hún var innt eftir því hvernig Hackman gæti hafa upplifað fráfallið.

Pierson benti á að einstaklingar með langt gengna heilabilun, líkt og Hackman, lifa í núinu og geta hvorki litið til baka á atburði í fortíðinni né horft fram á við og brugðist réttilega við.

„Ég ímynda mér að hann hafi ítrekað reynt að vekja hana, án árangurs, gengið í burtu til að sinna hundunum eða öðru og komið að henni og endurlifað atburðinn aftur og aftur.”

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant