Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum

Útlit Matt Damon vakti mikla athygli á rauða dreglinum.
Útlit Matt Damon vakti mikla athygli á rauða dreglinum. AFP/Marcus Ingram

Bandaríski verðlaunaleikarinn Matt Damon var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Texas á laugardag. Damon var viðstaddur heimsfrumsýningu á spennumyndinni The Accountant 2 og skartaði þykku, gráu og tjásulegu skeggi og hári í stíl.

Damon, sem er 54 ára, var mættur til að styðja félaga sinn, leikarann og leikstjórann Ben Affleck, en sá fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Damon er einn af framleiðendum myndarinnar.

Leikarinn, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í stórmyndum á borð við Good Will Hunting, The Martian, The Bourne-seríuna og Saving Private Ryan, var heldur alvarlegur á svip og virtist annars hugar er hann stillti sér upp við hlið Affleck á rauða dreglinum.

Damon og Affleck hafa verið bestu vinir síðan í æsku og hafa starfað mikið saman í gegnum árin. Þeir skutust upp á stjörnuhimininn með Good Will Hunting árið 1997 og hrepptu Óskarsverðlaunin fyrir besta handritið tæpu ári síðar. Núna reka þeir framleiðslufyrirtækið Artists Equity.

Matt Damon var heldur alvarlegur á svip.
Matt Damon var heldur alvarlegur á svip. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant