Komin með nýjan einu ári eftir skilnað

Natalie Portman og Tanguy Destable.
Natalie Portman og Tanguy Destable. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman er sögð vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Tanguy Destable og er franskur raftónlistarmaður.

Samband Portman, 43 ára, og Destable, 44 ára, er afar nýtt af nálinni, en parið er talið hafa byrjað að stinga nefjum saman fyrir örfáum vikum síðan.

Ekki er vitað hvernig þau kynntust en það hefur sést til parsins á rölti um götur Parísarborgar síðustu daga. Portman er búsett í borginni ásamt börnum sínum, Aleph og Amaliu. 

Portman, sem er best þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Jackie, Black Swan, Thor-trílógíuna og Leon, skildi formlega við eiginmann sinn til 11 ára, balletdansarann Benjamin Milliepied, í byrjun mars á síðasta ári.

Meginástæða skilnaðarins er sögð vera framhjáhald, en upp komst um framhjáhald Millepied þegar myndir náðust af honum að kyssa unga konu fyrir utan íbúð hennar í París.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant