Komin með nýjan einu ári eftir skilnað

Natalie Portman og Tanguy Destable.
Natalie Portman og Tanguy Destable. Samsett mynd

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Na­talie Portman er sögð vera kom­in með nýj­an kær­asta. Sá heppni heit­ir Tanguy Desta­ble og er fransk­ur raf­tón­list­armaður.

Sam­band Portman, 43 ára, og Desta­ble, 44 ára, er afar nýtt af nál­inni, en parið er talið hafa byrjað að stinga nefj­um sam­an fyr­ir ör­fá­um vik­um síðan.

Ekki er vitað hvernig þau kynnt­ust en það hef­ur sést til pars­ins á rölti um göt­ur Par­ís­ar­borg­ar síðustu daga. Portman er bú­sett í borg­inni ásamt börn­um sín­um, Al­eph og Amaliu. 

Portman, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­um á borð við Jackie, Black Swan, Thor-trílógí­una og Leon, skildi form­lega við eig­in­mann sinn til 11 ára, ball­et­d­ans­ar­ann Benjam­in Milliepied, í byrj­un mars á síðasta ári.

Megin­á­stæða skilnaðar­ins er sögð vera fram­hjá­hald, en upp komst um fram­hjá­hald Millepied þegar mynd­ir náðust af hon­um að kyssa unga konu fyr­ir utan íbúð henn­ar í Par­ís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ef Gott boð berst er réttara að þiggja því að dónalegt væri að hafna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ef Gott boð berst er réttara að þiggja því að dónalegt væri að hafna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf