Nýútkomin er platan Hinir gæfustu lifa af, sem mun vera fjórða breiðskífa Sverris Norland.
Platan geymir tólf grípandi popplög af ólíkum toga þar sem áherslan er ekki síst á grípandi laglínur og skemmtilega og hugmyndaríka textagerð á íslensku, auk þess sem gítarleikur Sverris leikur stærra hlutverk en oft áður.
Hinir gæfustu lifa af er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum sem og Spotify.
Sverrir Norland er maður margra hatta. Hann er rithöfundur, tónlistarmaður og fyrirlesari. Fyrsta breiðskífa hans kom út árið 2008.
Sverrir hefur einnig gefið út fjölmargar bækur, þar á meðal lofuð verk á borð við Klettinn, Stríð og klið og Fyrir allra augum.