Talin látin eftir að hafa stokkið frá borði

Kimberly Burch og Taime Downe um það leyti sem þau …
Kimberly Burch og Taime Downe um það leyti sem þau mættu í skemmtiferðaskipið Royal Caribbean Cruise. Skjáskot/Instagram

Kimberly Burch, unnusta Taime Downe, söngvara sveitarinnar Faster Pussycat, er sögð hafa stokkið frá borði Royal Caribbean-skemmtiferðaskipsins eftir mikið rifrildi þeirra á milli.

Hin örlagaríka stund sem leiddi til andláts Burch náðist á myndband og er nú í höndum lögreglunnar til rannsóknar.

Að sögn vitna sýnir myndbandið Burch klifra á handriði skipsins áður en hún stökk frá borði. Rannsókn lögreglu miðar að því að skoða aðstæður í kringum atvikið.

Enn á eftir að gera grein fyrir dánarorsök Burch, sem var 56 ára, og líkið hefur ekki fundist. Móðir hennar, Carnell Burch, sagði við fréttamiðilinn TMZ í síðustu viku að dóttir hennar hefði fallið útbyrðis eftir rifrildi við unnusta sinn. Þá sagðist hún jafnframt viss um að dóttir hennar myndi ekki með ásetningi skaða sjálfa sig. 

Móðir hennar sagði að Burch hefði enga sögu um þunglyndi eða önnur andleg veikindi og hefði verið mjög spennt fyrir ferðinni.

Hins vegar á Burch að hafa haft vín um hönd á skipinu, sem var ólíkt henni.

Parið var, ásamt nokkrum meðlimum Faster Pussycat, í vikulangri siglingu og lögðu af stað 27. febrúar. Slysið á að hafa átt sér stað á fyrsta degi ferðarinnar, í um 32 kílómetra fjarlægð frá Freeport á Bahamas.

Móðir Burch heyrði ekki af slysinu fyrr en Downe hringdi í hana fjórum dögum síðar, þann 3. mars.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant